Með innbyggðum vinnulistum getur þú haldið utan um verkefni, forgangsraðað þeim og skipulagt. Hægt er að hengja sjúkraskrá, kennitölu eða einstakar færslur úr sjúkraskrá við verkefni. Kerfið heldur einnig utan um nótur og aðrar ókláraða skráningu með sjálfvirkum hætti. Með vinnulistum hefur þú alltaf yfirsýn yfir vinnuna þína. yfir vinnuna þína.
Innbyggt skilaboðakerfi gerir notendum kleift að senda skilaboð sín á milli á öruggan og þægilegan máta. Hægt að setja kennitölu sjúklings og upplýsingar úr sjúkraskrá sem viðhengi við skilaboð. Þannig er með einföldum og öruggum hætti hægt að eiga í rafrænum samskiptum við kollega og samstarfsmenn.
Hægt er að líma rafræna „gula miða“ á sjúkraskrá sjúklinga til áminningar fyrir þig eða aðra notendur um eitthvað sem varðar tiltekna sjúkraskrá/skjólstæðing
PMO fylgir reikningsgerð sem getur átt rafræn samskipti við Sjúkratryggingar Íslands. Reikningar eru sendir rafrænt til SÍ með sjálfvirkum hætti
Í PMO er innlagnakerfi fyrir sjúklinga. Haltu utan um inn og útskriftir með deildum, herbergjum og rúmum sem sjúklingar dvelja í.
Haltu utan um biðlista yfir sjúklinga. Skilgreindu biðlista, forgangsraðaðu sjúklingahópum og bókaðu þá í tíma þegar pláss losnar.
PMO er með innbyggt kerfi fyrir lyfjafyrirmæli. Læknir getur sett upp skema fyrir lyfjafyrirmæli og hjúkrunarfræðingar geta tekið upp fyrirmælin, skráð lyfjagjafir og verið með yfirlit yfir stöðuna hverju sinni.
Hægt er að setja upp staðlaðar skýrslur í PMO sem geta tekið út tölfræði, gögn og upplýsingar úr kerfinu.
Í PMO er innbyggt kvittanakerfi. Ef þú ert með starfsfólk eins ogritara eða sjúkraliða sem skrá upplýsingar fyrir þína hönd getur þú kvittað uppá alla skráningu og verið þannig með gæðaeftirlit með allri skráningu sem framkvæmd er í þínu nafni.